Í kosningunum kom í ljós, að gömlu slagorð Íhaldsins virkuðu bezt. Stöðugleiki, staðfesta, traust. Þetta hafði betri áhrif á kjósendur en slagorðið: Endurræsing. Fólk kvartaði að vísu og kveinaði yfir meðferðinni á öldruðum og öryrkjum, yfir húsnæðisvandræðum unga fólksins og rústun Landspítalans. Þegar í kjörklefann var komið, valdi fólk samt heldur meintan stöðugleika. Einhvern veginn tókst Íhaldinu að telja fólki trú um, að það forði þjóðinni frá ókyrrð og tilraunum. Þjóðin er í hjarta sínu íhaldssöm og óttast breytingar. Leitaði skjóls hjá lénsherrum sínum. Fær því stöðugleika í svindlbraski og gjöfum ríkiseigna til pilsfaldafólksins.