Stöðvum lausagöngu

Punktar

Þótt sauðfé hafi fækkað, er það enn of margt. Stöðva þarf beit á viðkvæmum svæðum, svo sem á móbergi Suður-Þingeyjarsýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Hin vegar þolir landið álag á flestum blágrýtissvæðum. Þetta er vitað, þótt enn sé fé rekið á mela og urðir hálendisins. Bændur eiga sjálfir að taka frumkvæðið, í stað þess að berja hausnum við steininn. Skipta þarf landinu í friðuð og beitarhólf og skilgreina beitarþol hvers hólfs. Allt sauðfé á að vera afgirt. Lausaganga búfjár þekkist nánast hvergi í heiminum. Að henni afskaffaðri getum við hafið alvöru uppgræðslu landsins.