Stöðvum múslima

Punktar

Félagslegur rétttrúnaður er kominn á leiðarenda, þegar Deutsche Oper í Berlkín slær af óperuna Idomeneo eftir Mozart. Þar sjást afskorin höfuð Búdda, Krists, Póseidons og Múhameðs, sem gætu móðgað múslima. Kominn er tími til, að vesturlönd standi í fæturna og neiti að hlusta á kvein múslima um móðganir. Danir standa sig betur en Þjóðverjar. Þar er komin út metsölubók kratahjónanna Karen Jesepersen og Ralf Pittelkow, sem líkja róttækum múslimum við nazista og kommúnista, sem Evrópa þurfi að stöðva. Þau hafna félagslegum rétttrúnaði og vilja þrengja kosti róttækra múslima.