Stofnanamálfar

Fjölmiðlun

Skrifaðu hreint út: “Skólunum hefur ekki tekist að kenna grundvallaratriði, af því að þeir skilja ekki, hvernig menningarsvæði móta lærdóm barna”. Ekki stofnanamál: “Orsök vangetu skólanna við að kenna grundvallaratriði felst í að skilja ekki mótunaráhrif menningarlegs bakgrunns á menntunina.” Skrifaðu eins og ævintýrin: “Einu sinni var Rauðhetta á leið um skóginn, þegar úlfurinn stökk undan tré og hræddi hana.” Ekki skrifa stofnanamál: “Einu sinni þegar ganga um skóginn var framkvæmd af Rauðhettu, kom fyrir stökk úlfsins undan tré, sem hafði þau áhrif, að það framkallaði ótta.”