Stolið með krónufikti

Punktar

Sveiflur krónunnar valda óróa við áætlanir um framvindu fyrirtækja. Þegar gengi hennar hækkar, fást færri evrur fyrir vörur þeirra og þjónustu. Þegar gengið lækkar, fást fleiri evrur, en krónur starfsfólks lækka í verðgildi. Vandinn er fólginn í hinum miklu sveiflum, sem sumpart stafa af smæð gjaldmiðilsins og sumpart af fikti Más í Seðlabankanum. Bezt væri að hafa hér fastan gjaldmiðil, evru, eða fasta gjaldmiðla, evru og dollar. Okkar myntir í erlendum viðskiptum ættu að vera það líka í innlendum. Evran hefur staðizt sveiflur í Evrópu. Fikt með íslenzku matador gervipeningana er bara aðferð til að stela fé af fólki.