Stór í sniðum

Punktar

Kári Stefánsson er oftast stór í sniðum, ekki bara þegar hann sakar pólitísku bófaflokkana um að svelta Landspítalann viljandi. Vísindafyrirtæki hans gaf Landspítalanum 840 milljóna jáeindaskanna. Sparar ferðir 2000 sjúklinga á ári til Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Sú útgerð mundi annars kosta meira en einn skanna á hverju ári. Kári eyðilagði þannig ráðagerðir um að gefa pilsfaldaliði pólitísku bófanna færi á að setja upp slíkan skanna. Og rukka ríkið um tæpan milljarð á ári. Ríkið á að eiga sérhæfð tæki til að verjast einkagræðgisliði. Skanninn dregur líka hæft starfslið að Landspítalanum. Kári er ofjarl bófanna.