Stóra loforðið fokið

Punktar

Snögg breyting varð kosninganóttina á stefnu núverandi stjórnarflokka. Til nefnda er vísað öllum fyrri forgangsmálum, sem varða lítilmagnann. Hæst ber þar afnám vísitölu á húsnæðislán. Í staðinn voru settir í forgang hagsmunir kvótagreifa og annarra auðstétta. Jafnvel áður boðuðum breytingum á lífeyri aldraðra og öryrkja verður breytt í fjárstyrk við gamla fjármagnseigendur. Sumarþingið verður notað til að gera auðlindaskattinn marklausan. Íslenzk móðir Theresa með “hagsmuni heimilanna” hefur ummyndazt í skrímsli, sem setur hagsmuni auðs og kvóta á oddinn. Allt er það í boði heimskra kjósenda.