Hæstaréttardómurinn gegn þrotabúi gamla Landsbankans flýtir fyrir uppgjöri búsins og gjaldþroti þess. Bankinn verður að koma erlendum eignum í verð og flytja inn gjaldeyrinn. Borgar síðan erlendum kröfuhöfum í krónum, sem þeir vilja forðast. Eru því líklegri en áður til að gefa eftir hluta gegn því að fá hitt í gjaldeyri. Erlendar eignir föllnu bankanna nema 2.300 milljörðum, svo þetta bætir gjaldeyrisstöðuna. Um skeið verður eins konar störukeppni í gangi, án þess að vitað sé um útkomu hennar. Plúsar og mínusar eru við þessa störukeppni. Á meðan verða gjaldeyrishöft áfram og erlent lánsfé fæst ekki.