Ég er orðinn gáttaður á stórblöðum Bandaríkjanna. Þau fela fyrir þjóðinni, að George W. Bush skandaliseraði fyrir framan fulltrúa efnahagsvelda heims. Sendimenn Kína og Indlands fussuðu eins og sendimenn Evrópu, þegar fundinum lauk. Maðurinn er fífl, sögðu menn. Bush boðaði til fundarins til að draga athyglina frá umhverfisumræðu Sameinuðu þjóðanna. Það tókst ekki. Allir fulltrúarnir sögðu marklaust að setja umhverfisreglur án markmiða. Eins og hraðatakmarkanir án viðurlaga. Um þetta fjölluðu evrópsk stórblöð í gær. En New York Times og Washington Post reyna að fela hörð viðbrögð umheimsins.