“Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir. En í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu, sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa, en við munum veita Íslendingum lán.” Þetta segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann segir íslenzka kjósendur bera ábyrgð á ruglinu. Það er rétt hjá honum. En eftir helreið Davíðs Oddssonar er þjóðin í algerri afneitun á eigin sök.