Stórfrétt: Lomborg skipti um skoðun

Punktar

Frétt ársins birtist í morgun í Guardian. Bjørn Lomborg hefur snúið við blaðinu. Frægasti andstæðingur aðgerða gegn loftslagsbreytingum segir núna, að stórauka þurfi framlög í baráttuna gegn breytingum af mannavöldum. Kemur fram í nýrri bók hans, sem væntanleg er í september. Af því tilefni tók Guardian viðtal við hann. Þar kemur fram, að mislukkaða loftslagsáðstefnan í Kaupmannahöfn fékk hann til að endurmeta málið. Nú þarf Friðrik Arngrímsson hjá landssambandi kvótagreifa að láta þýða nýju bókina eins og hina fyrri. Og nú getur Rajendra K. Pachauri hætt að líkja Lomborg við Adolf Hitler.