Stórgallaður þjóðfundur

Punktar

Hef enga skýringu fengið á, hvers vegna aðstandendur þjóðfundarins segja, að handvalinn fundur sé slembiúrtak. Ég skil ekki, af hverju sjálf forsenda fundarins þarf að vera lygi. Ég vil líka fá að vita, hver handvaldi fulltrúa og hverjir þeir eru. Ég vil vita, fyrir hvaða hagsmuni þeir standa. Er þarna fulltrúi útvegsmanna eða annarra grátkóra? Á umgerð þessa fundar að byggjast á leyndó, þótt leyndó hafi verið orsök hrunsins? Skil ekki heldur, hvernig umdeild fundatækni eigi að geta grafið sannleikann upp úr þjóðarsálinni. Ég hélt, að erlendis væri búið að afskrifa gulmiðafundi og rýnifundi sem rugl.