Stórhuga hreppsmenn

Punktar

Hreppsmenn á norðausturhorninu reyna að selja hugmyndina um stórskipahöfn í Finnafirði með yfirlýsingum um stærðina. Viðlegukanturinn verði 600 metra langur, hinn lengsti í heimi. Það er eins og árið sé 2007 og Ísland sé enn “stórasta” land í heimi. Ekki dugir bara risahöfn, heldur á hún að vera ein hinn stærsta í heimi. Finnafjörður á aldeilis að hætta að vera í óþekktur í eyði. Hann á að fara á kortið. Hreppsmenn sjá fyrir sér, að stærstu skip í heimi þurfi að millilenda í eyðifirði. Ríkið þarf bara að útvega höfnina. Var það ekki, íslenzkar viðskiptahugmyndir byggjast ævinlega á pilsfaldinum.