Stórhýsamartröðin

Punktar

Byggingar stórhýsa ofan í of þröngan miðbæ hafa ítrekað orðið að martröð. Hús Verzlunarbankans eyðilagði Lækjargötu, Morgunblaðshöllin eyðilagði Ingólfstorg, marmarabíslag eyðilagði Landsbankahúsið, gamla Landspítalanum var raðnauðgað með nýjum húsum, hverju með sínu snitti. Svo komu skrímsli við Borgartún og verst er Höfðatorg, sem veldur hættulegum stormi á hverjum vetri. Þar er að rísa hótelskrímsli við hliðina. Og nú er búið að semja um hótel við Hörpu, án þess að vitað sé um útlitið, annað en að það skyggir blessunarlega á svörtu Hörpu. Víða erlendis fá gamlir miðbæir að halda sér, það hefur gefizt bezt.