Stóri kjúklingurinn

Veitingar

Kalkún fæ ég mér einu sinni á ári og niðurstaðan er alltaf hin sama. Þetta er stór kjúklingur. Oftast er hann matreiddur þurr, en með aðgát getur hann þó verið mjúkur. Þá er líka allt upp talið. Bragðlaus eins og kjúklingur og nákvæmlega eins ómerkur. Að þessu sinni var hann eldaður í plastpoka fullum af kryddi, sem bjargaði því, sem bjargað varð. Fylgir þakkargjörðardeginum svonefnda, sem áður þekktist ekki frekar en hrekkjavaka eða þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Róttækir pílagrímar mótmælendatrúar gerðu stóra kjúklinginn frægan í Bandaríkjunum. Svo kom hann hingað eins og önnur vestræn spilling.