Stóriðjan er ómagi

Punktar

Stóriðja notar 80% af íslenzkri orku og skilar samt bara tveimur milljörðum í auðlindarentu á ári til ríkisins. Stóriðjan hefur fáa í vinnu og borgar lágt verð fyrir orku. Hæst verð greiðir Rio Tinto í Straumsvík síðan 2010. Samt er það talsvert lægra en meðalverð orku til álvera í Bandaríkjunum. Verðið er nálægt meðalverði til álvera í Afríku. Mun lægra er orkuverðið til Norðuráls og Fjarðaráls. Að öllu samanlögðu er orkuverð til álvera lægst í heiminum hér á landi. Eftir áratuga reynslu af samskiptum við stóriðju er staðan eins og á botni þriðja heimsins. Það er líklega athyglisverðasta heimsmet Íslands.