Bara vika er til kosninga og kannanir komnar bærilega nálægt því, sem kemur upp úr kössunum eftir viku. Moggakönnunin nýja er stór, tekin fyrir viku og staðfestir þróun undanfarinna vikna. Sýnir þrjá turna með 19-22% fylgi hver, Pírata, Sjálfstæðis og Vinstri græn. Samtals hafa þeir 62% alls fylgis og 13-15 þingmenn hver. Síðan koma smáflokkarnir í hóp með 6-9% hver og 4-6 þingmen hver. Flokkur fólksins er með 3,8 og gæti hæglega náð inn þingmönnum í síðustu viku stríðsins. Gífurlegt fylgi pírata sýnir, að með litlu rekstrarfé er hægt að ná betri árangri en með milljóna mútufé úr ofursjóðum kvótagreifa.