Stórisandur

Frá Arnarvatni um Stórasand til Öldumóðuskála á Grímstunguheiði.

Aðrir heiðavegir á svæðinu eru: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Öldumóða, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.

Skammá er stutt á milli Réttarvatns og Arnarvatns. Þar orti Jónas Hallgrímsson: “Og undir Norðurásnum / er ofurlítil tó / og lækur líður þar niður / um lágan hvannamó.” Athyglisvert er að í Sturlungu er Stórisandur sjaldan farinn, menn fóru þá af Arnarvatnsheiði norður í Húnaþing og þaðan um byggðir lengra norður.

Förum frá Skammá austnorðaustur slóð um Stórasand, fyrst fyrir norðan Bláfell, þar sem við komum að fjögurra alda gömlum Ólafsvörðum, sem hlaðnar voru af Ólafi biskup Hjaltasyni og mönnum hans. Áfram höldum við austnorðaustur um Beinakerlingu að Grettishæðarvatni. Við förum norður fyrir vatnið um Bríkarkvíslardrög og Birnuhöfða. Síðan austur um Öldumóðuhöfðaása að Öldumóðuskála.

20,4 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Nálægir ferlar: Suðurmannasandfell, Arnarvatnsheiði, Fljótsdrög, Aðalbólsheiði, Norðlingafljót, Bláfell, Sandkúlufell.
Nálægar leiðir: Grímstunguheiði, Öldumóða, Skagfirðingavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort