Stormar og stórsjóir

Punktar

Jafnt og þétt eykst vissan um, að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu að verða hættulegar mannkyninu. Veðurmælingar frá 6300 athugunarstöðvum sýna, að meðalhitinn 2014 var sá hæsti í 135 ára sögu mælinga. NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, varar við enn auknum meðalhita yfirborðs jarðar. Hann muni magna veðurofsa, svo sem hamfaraflóð, ofsabrim og hvirfilbylji. Af þeim völdum megi reikna með auknum uppskerubresti og öðrum hörmunum mannkyns. Þessar fréttir munu að vísu ekki hafa nein áhrif á skoðanir efasemdarmanna. Þeir hafa sig mjög í frammi, einkum í Bandaríkjunum. Þeir munu ekki láta staðreyndir trufla sig. Hafa aldrei.