Menn eru ánægðir með Framsókn á Reyðarfirði, á Húsavík og í Keflavík, en í sveitum landsins er lítið fylgi við vatnsorkuver á hálendinu til að efla vinnu í sérstökum byggðum. Menn eru ekki heldur sáttir við að gefa álverum orkuna á hálfvirði. Á höfuðborgarsvæðinu er nánast enginn stuðningur við ofbeldi Framsóknar í umhverfismálum, né heldur við andúð hennar á öldruðum og öryrkjum samkvæmt stjórn hennar á heilbrigðis- og félagsmálum. Allra minnst er þó fylgi manna við hönnun atburðarásar í þágu klíku Halldór Ásgrímssonar, sem sízt af öllu er í stórsókn þessa dagana.