Ýmsir hyggjast verða ríkir á þéttingarstefnu borgarstjórnar. Verktakar og arkitektar þeirra hanna skelfileg skrímsli, sem minna á klumpinn nýja við Mýrargötu 26. Þannig er á Laugavegi 68 risið hótel, sem drepur kafla við aðalgötu iðandi mannlífs. Hljómalindarreiturinn við sömu götu var sprengdur upp og nýtt hönnunarslys þar í uppsiglingu. Nýjasti hryllingurinn er tillaga að skrímsli framan við Hörpu. Þéttingin laðar að sér ömurlegustu verktaka og arkitekta landsins. Þannig hefur það verið áratugum saman, allt frá Moggahöll við Aðalstræti. Aldrei lærir borgarstjórn Reykjavíkur af biturri reynslu.