William Raspberry segir í Washington Post frá stóru lygunum þremur: “Tékkinn er í póstinum”, “Auðvitað mun ég virða þig í fyrramálið” og “Ég er frá hinu opinbera til að hjálpa þér”. Hann vill bæta við þeirri fjórðu: “Við erum í einkarekstri, svo að við munum auðvitað standa okkur betur”. Hann nefnir ýmis dæmi um einkavæðingu vestra, sem hefur leitt til mikilla vandræða og þjáningar. Ríkisstjórn Íslands og forustumenn íslenzkrar einkavæðingar hefðu gott af að lesa þessa grein, þegar þeir velta fyrir sér, hvaða þreyttu ríkiseinokun beri næst að breyta í gráðuga einkaeinokun.