Stórvirkjanir eru dýrt spaug

Punktar

Verkfræðingar og hagfræðingar á vegum Framtíðarlandsins hafa verðlagt tjón þjóðarinnar af völdum stóriðju. Þeir taka inn í dæmið lágt raforkuverð og ríkisábyrgðir af lánum, sem vega þyngst. Einnig ókeypis útblásturskvóta og skattaívilnanir til stóriðju. Samtals borga skattgreiðendur nærri þrjátíu milljarða króna á ári í meðlag með stórvirkjunum og stóriðju. Kostnaður okkar af hverju atvinnutækifæri í stóriðju nemur 350 milljónir króna á ári. Einfaldara og betra er að leggja 350 milljónir króna árlega inn á reikning hvers starfsmanns. Og sleppa því alveg að nauðga viðkvæmu landi í leiðinni.