Stóryrði eru brýn

Punktar

Hjárænulegt er að áminna þingmann fyrir að segja pírata kenna sig við skipulögð glæpasamtök. Fréttnæmt er að vísu, að einmitt þingmaður bófaflokks tali þannig um hjartahreint fólk, en vítavert er það ekki. Allt of mikið er kvartað yfir svokölluðum stóryrðum. Þau eru yfirleitt ekki annað en rétt lýsing á umræðuefninu. Of lengi hefur tíðkast að nota mjálm um glæpi, tala til dæmis um skattasniðgöngu. Í gamla daga var bannhelgi á orðinu krabbamein. Krabbamein íslenzkra stjórnmála felst í, að við völd eru tveir bófaflokkar. Þar af annar skipaður óvenjulega heimsku þingliði, sem minnir á kjósendur þessara flokka. Þetta þarf að orða.