Stúlkum gengur betur en strákum í skóla. Tveir þriðju hlutar af nemendum háskóla eru stúlkur, einn þriðjungur strákar. Jafnvel í verkfræðideild eru stúlkur að verða fleiri. “Einfaldlega vegna þess að þær eru betri”, segir Sigurður Brynjólfsson, fyrrverandi deildarforseti. Meiri munur kynjanna en annars staðar á Vesturlöndum. Engar skýringar fást á getuleysi íslenzkra karlmanna. Kannski eru þeir uppteknir við að horfa á fótbolta og tala um fótbolta og drekka bjór. Kannski dreymir þá um að verða útrásarvíkingar, en þrengt hefur að slíkum. Sem blaðamenn eru stúlkur mun skárri en strákar.