Straumfjörður

Frá Álftanesi um Straumfjörð að þjóðvegi 533.

Sæta þarf sjávarfjöllum yfir álinn við Straumfjörð.

Frá Straumfirði var fyrrum stundað útræði. Hamborgarkaupmenn sigldu þangað fyrr á öldum. Einokunarkaupmenn sigldu þangað frá 1669 til 1672. Skip sigldu þangað tíðum síðan og 1863 varð Straumfjörður löggiltur verslunarstaður. Borgarnes tók síðan við og lagðist verzlun af í Straumfirði um aldamótin 1900. Síðastur kaupmanna þar var Ásgeir Eyþórsson, faðir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Siglingin inn Straumfjörð er varasöm og fórust þar kaupskip. Minnisstætt er, þegar Pourquoi pas? steytti á skerinu Hnokka og brotnaði í spón í miklu fárviðri haustið 1936. 39 menn fórust og einn komst lífs af.Pourquoi pas?

Förum frá Álftanesi vestur um Álftanesvog norðvestur í Kóranes. Síðan norður um Búðarey og vestur yfir álinn til Straumfjarðar. Þaðan með heimreiðinni norður að þjóðvegi 533.

7,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Erfitt fyrir göngufólk

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sigursteinn Sigursteinsson