Strax þýðir seinna

Punktar

Erfitt er að átta sig á tungumáli Framsóknar. Orðið „strax“ þýðir þar á bæ „seinna“ eða „kannski“. Og orðið „friðlýsing“ felur einmitt í sér áhugaverða og girnilega virkjunarkosti. Með sérstæðum málskilningi hefur Framsókn aflað sér fylgis þeirra kjósenda, sem minnst hafa í kollinum. Í hvert sinn sem innantómt loforð fer úrskeiðis kemur fram ný orðskýring. Í dag er hinn mikli dagur „tékkans í pósti“. Um hádegi skýrir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir bjánum sínum, hvað felist í hugtakinu annað en „nefndir og engar efndir“. Í blaðinu í morgun fór hann að dreifa væntingum: Með olíuleit á Drekasvæðinu.