Oft hefur Framsókn logið, en aldrei eins stíft og fyrir þessar kosningar. Loforðin voru skýr og eru núna öll fokin. Frosti Sigurjónsson var spurður á Bylgjunni fyrir kosningar, hvenær ætti að efla loforðin. Hann svaraði skýrt: Strax. Ég vissi, að þetta var lygi og margir fleiri. Við vöruðum kjósendur sérstaklega við Framsókn. Kjósendur völdu samt að láta ljúga að sér, enda með afbrigðum heimskir. Frá upphafi var ljóst, að loforð Framsóknar voru óframkvæmanleg. En kjósendur vildu heldur heyra notalega lygi en óþægileg sannyrði. Það er vandamál lýðræðis í þjóðfélagi hinna pólitískt ólæsu.