Styrjöld raunverulegu heimsveldanna harðnar. Forstjóri Yahoo, Terry Semel, varð að segja af sér um helgina, því að Google hefur valtað yfir Yahoo. Og sækir nú að Microsft með nýrri blöndu forrita með leit, skrifstofubúnaði, stýrikerfi og vafra. Því er beint gegn Windows, Office og Explorer. Nýi pakkinn er ókeypis og notar Open Office. Hann verður auðvitað veiru- og ormafrír, því að hann er ekki Windows. Google hefur lengi verið fremst í leit. Yahoo reyndi að andæfa með því að skipta inn Panama leitarbúnaði fyrir Overture. Það jók notkunina, en hún magnaðist enn meira hjá Google.