Einhver innvígður hefur sagt Bjarna Benediktssyni að matarskatturinn feli í sér mistök og að rökin með honum falli í grýttan jarðveg. Hann var orðinn strekktur og æstur, þegar sjónvarpið talaði um þetta við hann í gærkvöldi. Sérstaklega er hann pirraður út í varaþingmanninn Bryndísi Loftsdóttur. Hún framdi þá óhæfu að trúa á gamalt slagorð Flokksins: „Stétt með stétt“. Fattar ekki, að slagorðið nýja er: „Allt fyrir auðmenn“. Út er kallaður úlfur Flokksins, sem segir, að Bryndís verði að spila með eða skipta um lið. Það er semsagt verið að reyna að svæla hana úr Flokknum. Engin gelgja Flokksins yrðir á Bryndísi í þinghúsinu.