Stríð er ekki lausn

Punktar

Fjölþjóðleg skoðanakönnun sýnir, að beggja vegna hafsins ríki vaxandi ótti við hryðjuverk, 79% í Bandaríkjunum og 66% í Evrópu. Jafnframt hefur minnkað traust manna í Evrópu á forustu Bandaríkjanna í heiminum. Fyrir þremur árum höfðu 64% evrópumanna jákvæða afstöðu til stjórnvalda í Bandaríkjunum en núna aðeins 37%. Í Bandaríkjunum sjálfum er meirihluti fólks orðinn andvígur utanríkisstefnu stjórnvalda, 58%. Fæstir hafa trú á hernaðarlegri lausn deilnanna við Íran, aðeins 15% í Bandaríkjunum og 5% í Evrópu. Fólk er ekki eins vitlaust og við höfum sumir haldið.