Stríð gegn eigin íbúum

Punktar

Það segir átakanlega sögu, að þjóðin, sem nánast fann upp mannréttindi, hafi lýst stríði gegn íbúum í eigin landi. Og að stjórn krata hafi frumkvæði að herlögum. Frakkland er orðið svo þjakað af aðkomu múslima, að ríkisstjórn og þing telja brýnt að ganga hús úr húsi til að leita að hryðjuverkatækjum. Hafa áttað sig á, að vandinn liggur ekki í þúsund ofstækismönnum, heldur í hundruðum þúsunda meðreiðarsveina. Eru þá meðtaldir múslimar, sem mundu fela terrorista. Frakkar vilja ekki endurlífga miðaldir í ríkinu, sem hafði frumkvæði að frelsun Vestur-Evrópu úr myrkri miðalda. En endurvekja sjálfir miðaldir í leiðinni.