Nornaveiðar gegn veitingahúsum eru rugl. Matvæli eru bara hluti af verði matsölustaða. Ódýr veitingahús á borð við Pottinn og pönnuna geta lækkað verð um 2%, ef vaskur lækkar mat um 7%. Þar eru matvæli kannski þriðjungur af verði. En dýrt veitingahús þarf ekki að lækka verð, því að þau eru að verðleggja fleira en hráefni. Ef staður er talinn hipp og kúl og verðleggur sig sem slíkan, er hráefnið kannski 10% af veitingaverði. Það þýðir, að lækkun matvælaverðs um 7% samsvarar minna en 1% af matarverði hjá Domo. Ég sé því ekkert brýnt samhengi milli breytts vasks og verðlags veitingahúsa.