Framkvæmdirnar við Kárahnjúka eru verkfræðileg stríðsyfirlýsing sníkjudýra gegn landinu, sem þau lifa á. Hér hefur í jarðsögulega skamman tíma búið þjóð, sem rænir landið og ruplar, áður með sauðfé og skógarhöggi og nú með miðlunarlónum og verksmiðjutogurum. Íslendingar lifa í núinu, í afla dagsins, og hafa fæstir tilfinningu fyrir sjálfbærni. Jafnvel Þingvallavatn er notað sem miðlunarlón. Hvorki bændur né sjómenn og allra sízt verkfræðingar hafa sýn til langs tíma yfir afleiðingar rányrkju á auðlindum lands og sjávar. Sem landið á sjálft, en ekki sníkjudýrin á landinu.