Bandaríkin hyggjast ekki bæta Írak tjónið, sem hernaður Bandaríkjanna hefur valdið og á eftir að valda ríkinu. Ætlunin er að nota írakska olíu til að borga fyrir endurreisn ríkisins. Til þess að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna verða 23 Bandaríkjamenn skipaðir ráðherrar Íraks. Þeir eiga að sjá um tekjurnar af olíusölunni og tryggja, að bandarísk fyrirtæki, einkum nokkur fyrirtæki með aðsetri í Texas, fleyti rjómann af endurreisnarstarfinu. Meðal greina um þetta efni er ein eftir Joseph Fitchett í International Herald Tribune.