Stríð um minningargreinar

Fjölmiðlun

Fréttablaðið ræðst í dag á síðasta vígi Moggans. Tvær minningargreinar eru birtar og hótað fleirum. Ef árásin tekst, er þetta síðasta orrusta Moggans í dauðastríðinu. Margir segja mér, að greinarnar séu það eina, sem kalli á tryggð þeirra við blaðið. Skondið er, að mesta lygin í Mogganum skuli vera síðasta haldreipi blaðsins. Mogginn var ætíð sorprit, sem birti eða birti ekki efni af sértækum ástæðum. Þessar greinar voru samt alltaf mesta lygin. Þar var mannkostum troðið upp á látið fólk. Nú er tími þessa oflofs að verða liðinn. Málefnalegri greinar í Fréttablaðinu taka loksins við kyndlinum.