Nú fer heimurinn að verða hættulegur. Forsetakosningar verða 4. nóvember í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru illa staddir í skoðanakönnunum. Við vitum af fyrri reynslu, að flokkurinn er eins siðlaus og unnt er að vera. Eina vinningsvon hans er að efna til styrjaldar úti í heimi, sennilegast í október. Markmið stríðsins verður að hræða kjósendur í Bandaríkjunum. Telja þeim trú um, að hernaðarsinnaðan og öryggissinnaðan forseta þurfi í Hvíta húsið, Bush eða Bush II. Eigi Bandaríkin í nýju stríði 4. nóvember, muni óráðnir og heimskir kjósendur flykkja sér um stríðsmanninn John McCain.