Stríðið gegn neytendum

Punktar

Á sama tíma og landbúnaðurinn gælir við hugmyndir um aukinn útflutning á kjöti hamast hann gegn innflutningi. Þar á bæ ímynda menn sér, að séríslenzk einstefna á þessu sviði gangi upp. Eftirlitsstofnun EFTA er þó farin að hafa afskipti og heimtar rök fyrir hinni íslenzku óskhyggju. Raunar er óskhyggjan ekki íslenzk, því hún andstæð hagsmunum neytenda, sem vilja og þurfa aukna fjölbreytni. En pólitíkusarnir hugsa aldrei um hagsmuni neytenda, bara um sérhagsmuni. Steingrímur J. Sigfússon segir, að við “tökum þetta stríð alveg til enda”. Hyggst berjast gegn neytendum alveg til enda. Það er dæmigert.