Utanríkismálanefnd brezka þingsins hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að árásin á Írak hafi fremur magnað hryðjuverkahættu og ógnarvopnahættu í Bretlandi en dregið úr henni. Nefndin telur, að Bretland þurfi að endurreisa sambúðina við ríki á borð við Frakkland, sem var andvígt stríðinu gegn Írak. Margvísleg önnur gagnrýni á brezk stjórnvöld felst í skýrslu þingnefndarinnar. Richard Norton-Taylor segir frá þessu í Guardian.