Maria Livanos Cattaui segir í International Herald Tribune, að fjölþjóðastefnan haldi uppi hnattvæðingunni og bættum efnahag mannkyns. Höfundurinn minnir á, að verzlun milli Evrópu og Bandaríkjanna nemi einum milljarði dollara á degi hverjum. Alþjóðalög og réttur hafi skaðast verulega af einhliða aðgerðum upp á síðkastið. Íraksstríðið hafi rofið sambandið milli Evrópu og Ameríku og úr því verði að bæta hið bráðasta, ef ekki eigi illa að fara.