Stríð Ísraels gegn umhverfi sínu er öðrum þræði stríð um vatn, sem víða skortir. Ísrael stelur vatnsbólum Palestínu og flytur vatnið til sín, meðan Palestína deyr úr þorsta. Árásin á Líbanon snerist sumpart um að eyðileggja vatnsleiðslur úr Litani-ánni. Á Sri Lanka er barist um vatnsból. Kína hefur iðnvæðst svo hratt, að víða er erfitt að ná vatni. Heimsveldi fortíðarinnar byggðust á vatni, Egyptaland, Mesópótamía. Stríð framtíðarinnar munu snúast um aðgang að vatni. Við erum heppin á Íslandi að hafa nóg vatn. En líklega kemur um síðir að ásælni mannkyns almennt í þetta vatn okkar.