Stríðsdans brennuvarga

Punktar

Atvinnuleysi minnkar, skuldatryggingaálag minnkar og hagtölur batna. Lífið er á uppleið og ríkisfjármálin nálgast jafnvægi. Af málgögnum og þingmönnum Flokksins má samt skilja, að heimsendir sé í nánd. Af þeim má líka skilja, að brunaliðið hafi kveikt í þjóðarbúinu og brennuvargarnir hafi þar hvergi komið nærri. Brennuvargar dansa stríðsdans kringum brunaliðið. Þar stíga af af minnstum setningi hrunverjarnir Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Pétur Blöndal, Tryggvi Þór Herbertsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur og Einar Kr. Guðfinnsson. Enda styður fjórði hver kjósandi sjálfa brennuvargana.