Stríðsglaðir virkisbúar

Greinar

Ísraelsmenn hafa dálæti á fjallavirkinu Massada við Dauðahaf, þar sem flokkur gyðinga barðist til síðasta manns gegn óvígum her Rómverja. Gestum og ferðamönnum í Ísrael eru sagðar þjóðsögur og ævintýri frá Massada.

Í viðskiptum við nágrannaríkin virðast Ísraelsmenn haldnir eins konar Massada-duld, þar sem allt Ísrael er eins konar virki, umkringt hersköum fjandsamlegra araba, er bíða færis að taka virkið og hneppa þjóðina í þrældóm.

Ísraelsmenn hafa ástæðu til grunsemda í garð nágrannaríkjanna. Þau reyndu að kæfa Ísrael í fæðingunni og efndu síðan til ófriðar við það. En smám saman náðu Ísraelsmenn undirtökunum, svo sem bext kom í ljós í sex daga stríðinu.

Þeir hafa unnið stríðin, en hafa átt erfitt með að vinna friðinn. Þeir hafa ekki haft lag á að skapa sér friðsamlegt umhverfi með því að rækta bætta sambúð við araba. Þeir hafa ekki getað losað sig við Massada-duldina.

Örlagaríkast var, að samsteypa hægri flokka undir forustu Menachem Begin tók við stjórnarforustu af verkamannaflokki Ben Gurion og Goldu Meir. Áður hafði örlað á sáttfýsi í garð nágrannanna, en nú tók stífnin völdin.

Begin fékk kjörtið tækifæri, þegar Sadat Egyptalandsforseti hóf friðarsókn með heimsókn til Jerúsalem árið 1977. Henni lauk með friðarsamingi að undirlagi Carter Bandaríkjaforseta. Öflugasti nágranninn var ekki lengur svarinn óvinur.

En samkomulagið í Camb David varð aldrei að grundvelli friðar og sáttfýsi á landamærum Ísraels. Begin skorti víðsýni og hugrekki til að koma út úr sínu sálræna Massada-virki og byggja á þeim grunni, sem Sadat og Carter höfðu lagt.

Í frelsisstríði Ísraels var Begin foringi fremur illa þokkaðra skæruliða. Hann vriðist ekki hafa getað losað sig við uppeldið þaðan. Ruddaskapur hans hefur komið skýrt fram í endurteknum og tilhæfulausum árásum á Schmidt Þýzkalandskanslara.

Fyrir þingkosningarnar í fyrra var meirhluti Begins í bráðri hættu. Hann fann þá upp á því oþokkabragði að hefja loftárásir á nágrannan til að æsa upp þjóðernisvitund heim a fyri rog slá skjaldborg um þingmeirihlutann.

Það er gamalt bragð óprúttinna ríkisleiðtoga að dreifa athyglinni frá innanlandsmálum m eð því að hefja ófrið út út á við. Þetta gerði Galtieri hershöfðingi nýlega í Argentínu. Og þetta gerði Begin einmitt í Ísrael í fyrra.

Með því að æsa upp frumstæðar hvatir heimamanna tókst Begin að halda forsætisráðherrastólnum.En jafnframt eyðilagði hann áratuga viðleitni betri manna við að koma á eðlilegum samskiptum þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innrás Begins í Líbanon um helgina er í samræmi við önnur vinnubrögð hans. Friðinn getur hann ekki unnið, heldur sáir hann eitri haturs, hvaélar hans og skriðdrekar fara yfir. Og þetta Massada hefur þjóð hans kosið yfir sig.

Margið Vesturlandabúar hafa dáðst að dugnaði Ísraelsmanna við að byggja upp landið og breyta eyðimörkum í aldingarða. Samúð heimsins var með Ísrael langt fram yfir sex daga stríðið. En á síðustu árum hefur Begin rifið hana í tætlur.

Hið vígvædda og stríðsglaða Massada nútímans, Ísrael, er gífurlegur siðferðisbaggi á Vesturlöndum. Það heldur uppi óeðlilegri spennu milli arabískra og vestrænna ríkja, einkum Bandaríkjanna, sem hafa látið Begin teyma sig út í kviksyndið.Jónas Kristjánsson

DV