Mér skil ekki, af hverju Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stríðsmálaráðherra fjölgar í hernámsliðinu í Afganistan. Nánast öll ríki Vestur-Evrópu reyna að koma sér undan fjölgun og finna leiðir til að fækka. Hernámið er ekki innan ramma verkefna Nató. Það er eins konar greiðasemi við Bandaríkin. Gerir þeim kleift að hafa fleiri hermenn í Írak og setur fjölþjóðablæ á hernámið. Flestir Afganar eru andvígir leppstjórninni og vilja herinn burt. Afganar hafa ekkert gert Íslandi, eru þjóð með gerólíka siði, koma okkur ekki við. Furðulegt er, að Ingibjörg vilji viðra sig upp við George Bush.