Ég skil ekki Jón Sigurðsson ráðherra. Hann lýsir stríði á hendur náttúruverndarsinnum og kallar það tillögu að þjóðarsátt. Flest fólk er annað hvort með eða móti álverum og orkuverum á hálendinu. Jón hefur hins vegar ekki áhuga á slíku, heldur er hann fylgjandi ákveðnu ferli, sem sé lögum samkvæmt. Það ferli byrji með, að reistar séu álbræðslur á Húsavík og í Hafnarfirði áður en sjálft friðarferli Jóns hefst. Það er eins og að semja um frið í stríði með þeim skilmála, að friðurinn byrji eftir fjögur ár. Hugarfar Jóns er rangt. Verra er, að það skilzt ekki og selzt ekki.