Stríðsyfirlýsingin

Punktar

Stærsta rán Íslandssögunnar er á lokastigi. Stjórnarflokkarnir skoða lagafrumvarp um ókeypis notkun kvótagreifa á auðlindinni rúma tvo áratugi. Samkvæmt frumvarpinu á auðlindarentan bara að duga fyrir fiskirannsóknum, en ekki leggja neitt til samfélagsins. Þetta er stríðsyfirlýsing þingmanna ríkisstjórnarinnar. Aldrei verður jafnmiklum verðmætum rænt af þjóðinni á einu bretti. Vandséð er, hvernig ofstækisfulla glæpastjórnin getur skuldbundið þjóðina til að sæta þessu í mörg kjörtímabil. Stjórnin fellur eftir hálft þriðja ár. Þá verða þjóðníðingarnir afturkallaðir og þjóðareign allra auðlinda sett skýrum stöfum í stjórnarskrána.