Íslendingum er ekki alls varnað. Fólk streymir unnvörpum til fylgis við aðild að Evrópusambandinu. Stuðningsfólki aðildar hefur á hálfu öðru ári fjölgað úr 20% í 37%. Á sama tíma hefur andstæðingum aðildar fækkað úr 65% í 49%. Munur fylkinganna er nú aðeins 12%, en var áður 45%. Í afstöðu þjóðarinnar hafa á stuttum tíma orðið þáttaskil, er líkja má við pólitískar hamfarir. Því valda tilraunir stjórnarflokkanna til að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæði um framhald viðræðna. Frumhlaup Gunnars Braga utanríkisráðherra var þar þyngst á metunum. Augu fjöldans eru að opnast fyrir trúarofstæki Evrópuhatursins.