Sjálfstæðisflokkurinn lætur á þingi eins og tímatalið hafi byrjað í febrúar á þessu ári. Hann lætur eins og fortíðin sé ekki til. Eins og Davíð og Geir séu ekki á ábyrgð flokksins. Eins og Bjarni hafi ekki verið liðsforingi í hlaupinu fram af brúninni. Eins og Þorgerður Katrín sé ekki kúludrottning. Eins og Davíð og Árni Mathiesen hafi ekki sjálfir játað IceSave skuldina með undirskrift 15.11.2008. Þessi samræmda fjöldagleymska virðist koma sér vel í pólitík, því að stuðningsmenn flokksins sýnast sáttir. Þeir hafa líka gleymt atburðarásinni frá valdatöku Davíðs árið 1991 til hruns bankanna árið 2008.