Strúturinn

Frá Kalmanstungu hringleið um Strútinn.

Leitið samþykkis í Kalmanstungu.

Sigurður Eiríksson frá Kalmannstungu orti dýrt kveðna vísu um Strútinn: “Lyngs um bing á grænni grund / glingra og syng við stútinn. / Þvinga ég slyngan hófa hund / hringinn kringum Strútinn.”

Förum frá Kalmanstungu. Þar er leið milli vega á Kaldadal og Arnarvatnsheiði. Förum jeppaveg norður með Strúti vestanverðum og síðan eftir slóð austur með fjallinu norðanverðu. Við Strútstagl beygjum við suðurs með fjallinu og síðan til vesturs með því sunnanverðu. Og komum loks aftur í Kalmanstungu.

22,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Norðlingafljót, Kaldidalur.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH