Gary Younge segir í Guardian, að stuðningurinn við fyrirhugað stríð við Írak sé ekki meiri en svo í hinum fáu stuðningsríkjum stríðsins, að einungis 39% Bandaríkjamanna, 22% Ástrala, 15% Ítala og Breta, 13% Búlgara og 2% Spánverja styðji stríð án samþykktar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir, að stríðið snúist ekki um Írak, heldur hvernig heimi við viljum lifa í og hvort eitt ríki hafi rétt á að hunza vilja alþjóðasamfélagsins. Hann á ekki við Írak, heldur Bandaríkin.